3.5.07

Vetrarstemming, Bernskubrek og xB



Það var víst ætlunin að skrifa eitthvað hér inn reglulega og veturinn er liðinn síðan síðast. En ég verð að viðurkenna að ég hef í nógu öðru að stússast. DaLí Gallery fær alla mína athygli, fjölskyldan og nútímafræðin í HA. Í þetta hefur veturinn farið auk þess skella upp einni og einni sýningu öðru hvoru. Í vetur sem leið hoppaði ég í flugi vestur á Ísafjörð og hélt málverkasýninguna ,,Vetrarstemming" á kaffihúsinu Langa Manga í desember og janúar. Og í mars tók ég þátt í samsýningunni ,,Bernskubrek" í Deiglunni í listagilinu hér á Akureyri. Núna er yfirstandandi samsýning á kosningaskrifstofu Framsóknarflokksins og eru þar verk eftir mig, Steina, Karen Dúu, Guðrúnu Vöku og Línu. Samt er ég nú ekki sannfærð um að þau eigi x-ið mitt. Jamm og jæja, það var ágætt að setja inn smá tilkynningu svona í prófalestrinum. Alltaf kát og hress Dagrún.