15.6.07

,,19" í DaLí Gallery


Jæja, þar kom að því. Nú ríð ég á vaðið í bleikum gír á afmælisdag kosningarrétts okkar kvenna. Ég er að fjalla um sjálfsmyndina með femínísku ívafi og máta nokkrar staðalímyndir. Ég get nú alveg látið það fljóta með að ég sé jafnréttissinni og vil að jafnrétti verði náð fyrir alla. Heyr, heyr :-) Sem sagt ég horfi á veröldina bleikum augum og skála í belikan búðing. Enda mikill heiður að halda upp á þennan dag. Meira segja ætla ég í bleikt. Kannski er hún Dagrún litla loksins að taka út bleika skeiðið sem litlar stúlkur upplifa gjarnan og fá meira að segja bleik augu eins og Áróra litla vinkona mín.

Tuomo og Nelli frá Finnlandi ætla að opna sama dag í KOM-INN sýningu sína ,,Take a Way" sem verður ábyggilega skemmtileg afhjúpun í litla rýminu KOM-INN. Það er viss áskorun að vinna inn í KOM-INN og kemur manni alltaf á óvart hvað er. Ég er handviss um að finnarnir mínir gera flotta hluti þar inni.
Ég hlakka til og verið velkomin í DaLí Gallery 19. júní og aðra daga.