23.2.12

Uppáhalds og Pottar

Í mars sýndi ég svo sýninguna Potta í Mjólkurbúðinni en þar lék ég mér að pottforminu, notaði klippimyndir og blandaða tækni. Olíumálverk og akrylmálverk af pottum og innihaldi þeirra. Myndlistarfélagið opnaði samsýningu félagsmanna laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Heiti sýningarinnar Uppáhald er til marks um að félagsmenn sýna uppáhaldsverkið sitt eftir sjálfa sig.

Þá var haldið upp á fjögurra ára starfsemi Myndlistarfélagsins auk þess að starfsmaður Inga Björk var boðin velkomin til starfa hjá félaginu. Sýningarstjóri var Joris Rademaker.

Uppáhaldsverkið sem ég valdi er lítið portrait olíumálverk af dóttur minni Dagmeyju Björk sem var sérstaklega gerð fyrir fyrsta verkefnið sem ég tók að mér ásamt fleirum fyrir Myndlistarfélagið, sem var opnunarsýningu Myndlistarfélagsins í Hofi Menningarhúsi. Sú sýning tókst mjög vel og var góð kynning á hagsmunafélaginu okkar. Því varð uppáhaldsverki mitt og uppáhaldsstelpan mín kjörið verk á sýninguna Uppáhalds.

Delicious í New York


Þrjár skandinavískar listakonur sýna í Cælum Gallery á Manhattan í New York.
Listakonurnar Dagrún Matthíasdóttir frá Íslandi, Gunn Morstöl frá Noregi
og Helen Molin frá Svíþjóð opnuðu sýningar undir yfirskriftinni „Delicious“ í Cælum Gallery í
Chelsea á Manhattan í New York nú í vikunni og taka á móti gestum í
formlegu opnunarteiti 29. sept. milli kl. 18-20.

Listakonurnar hittust á stórri samsýningu í Eyjafirði, Staðfugl-Farfugl
árið 2008 og ákváðu þá að hittast og sýna saman í framtíðinni sem nú er
orðið að veruleika.

Dagrún Matthíasdóttir sýnir málverk unnin með olíu og blandaðri tækni og
er umfjöllunarefnið matur og matgæðingar.

Helen Molin er búsett í Gautaborg í Svíþjóð, sýnir stór málverk unnin með
eggtempúru og fjallar um skynjun hins mannlega í bland við náttúruna.

Gunn Morstöl er frá Isfjorden í Noregi. Hún sýnir málverk unnin með
blandaðri tækni og ætingu, þæfða skúlptúra og textílverk og er
umfjöllunarefnið rómantískt og fjallar um mannleg samskipti. Cælum Gallery skiptist í 3 sýningarými og hver listakona nýtur sinnar einkasýningar auk þess sem á milli þeirra liggur vinalegur þráður í myndsköpuninni.