31.5.08

SKURN - VARP

Staðfugl Farfugl samsýning í Eyjafirði var formlega opnuð í dag. Eyjafjarðarsveit skartar sínu fegursta með skemmtilegum fuglum og listaverkum eftir staðfugla og farfugla á öllum aldri.

Mitt framlag er skúlptúrinn SKURN sem stendur við Öngulstaði og þátttaka í verkinu VARP sem 11 manns í Grálist - Artgroup Grálist - unnu saman.

VARP: Við í Grálist tókum flugið inn Eyjafjörð og verptum saman á varplöndunum við Torfur, Smámunasafnið og á Rifkelsstöðum. Á Rifkelsstöðum var verpt í röngu landi fyrir mistök skipuleggjenda enda verður það hreinsað í burtu með fullri virðingu fyrir öllu varpi og landareignum.

SKURN: Ég er staðfugl sem víkkaði út sjóndeildarhringinn og gerðist farfugl. Sem farfugl er ég alltaf sami staðfuglinn því hvar sem ég lendi geri ég mér hreiður. Ég brýst út úr skelinni og held á ný mið en ber samt uppruna minn með mér hvert sem ég fer.




I am a stationary bird who did brighten my horizon and became a migratory bird. As a migratory bird I am still the same old stationary bird and make my nest wherever I lend.
I break out from my shell and explore new places and carry my background with me wherever I go.

9.5.08

Á döfinni

Þá er skólinn búinn og alvara listalífsins tekin yfir að fullu. Myndlistaáfangarnir með kennaranemum og leikskólakennaranemum í HA héldu mér vel við efnið. Hlaupárshreingjörningurinn, gjörningurinn KUKL, Veggverk, DaLí Gallery, Grálist og vinnan í Gilfélaginu. Framundan í lok maí er samsýningin Staðfugl-Farfugl í eyjarfjarðarsveit. þar sýni ég skúlptúrinn SKURN og tek þátt í verkinu VARP með Grálist. Á Dýrafjarðardögum í júlí opna ég einkasýningu í gamla sláturhúsinu á Þingeyri til heiðurs Búffu búfræðings og í ágúst með samsýningahópnum Grálist í Deiglunni á Akureyri í boði Listasumars.
Set inn tilkynningar jafnóðum og myndir.