9.5.08

Á döfinni

Þá er skólinn búinn og alvara listalífsins tekin yfir að fullu. Myndlistaáfangarnir með kennaranemum og leikskólakennaranemum í HA héldu mér vel við efnið. Hlaupárshreingjörningurinn, gjörningurinn KUKL, Veggverk, DaLí Gallery, Grálist og vinnan í Gilfélaginu. Framundan í lok maí er samsýningin Staðfugl-Farfugl í eyjarfjarðarsveit. þar sýni ég skúlptúrinn SKURN og tek þátt í verkinu VARP með Grálist. Á Dýrafjarðardögum í júlí opna ég einkasýningu í gamla sláturhúsinu á Þingeyri til heiðurs Búffu búfræðings og í ágúst með samsýningahópnum Grálist í Deiglunni á Akureyri í boði Listasumars.
Set inn tilkynningar jafnóðum og myndir.

2 comments:

Þórunn said...

Sæl Dagrún mín!

Ég rakst fyrir tilviljun á þessa síðu þína og langaði til að skilja eftir mig lítið spor.
Til hamingju með hvað þú ert að blómstra í listinni, fylgist alltaf með þér, sé um þig fréttir og tilkynningar um sýningar hér og þar. Var líka á Akureyri um daginn og kíkti ítrekað á gluggana í listagilinu í von um að sjá eitthvað eftir þig.
Það kemur alls ekki á óvart hvað þér gengur vel með þetta, listakonan í þér kom berlega í ljós strax á okkar bestu vinkonu-árum. Reyndar ekki alls staðar (he he he he.....) ég man ekki betur en ég hafi eitthvað verið að hjálpa þér að sauma út í rauða pokann sem við gerðum hjá Jóhönnu handavinnukennara í 9 ára bekk og svo gleymi ég því aldrei þegar þú sargaðir með hníf í vísifingur vinstri handar svo þú slyppir við fiðlutíma hjá Kristni Níelsar því við ætluðum að gera eitthvað skemmtilegt saman. Manstu??? he he he.............
Gaman að rifja þetta upp :+)

Að lokum langar mig til að þakka þér kærlega fyrir SMS-ið sem þú sendir mér um hana ömmu mína elskulega. Mér þótti mjög vænt um það.

Kær kveðja
Þórunn

Dagrún Matthíasdóttir said...

Hahaha Takk fyrir þetta elsku æskuvinkona. Ég kann ekki ennþá að sauma! Mála í öll göt eða lími og jafnvel tel sjálfri mér og öðrum bara trú um að göt og sumsprettur séu hluti af flíkinni sem þau bera:-)Já maður lagði ýmislegt á sig fyrir fjör með góðum vinum hér áður...Takk fyrir að skilja fallegt spor eftir á síðunni minni.
Þín Dagrún