23.8.11

Menningarbraut í Listagilið



Menningarbrautin er komin í Listagilið! Ég f.h.Mjólkurbúðarinnar og norðurgils annarsvegar og Kristín Þóra f.h.Flóru og suðurgils hinsvegar réðumst í verkið í dag þegar stytti loksins upp:) Litaland gladdi okkur með málningu og við vonandi alla gesti listagilsins með gjörningi okkar. Mögulega verður aðgengi gangandi vegfarenda auðveldara yfir gilið með tilkomu menningarbrautarinnar.

"Hangandi skúlptúr í skóstærð" í Hofi Menningarhúsi Akureyrarbæjar


Þá er það árlega samsýning Myndlistarfélagsins í rýminu Leyningi í Hofi menningarhúsi Akureyrarbæjar. Eins og á síðasta ári eru sýningarstjórarnir við Dagrún Matthíasdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir og Laufey Jónsdóttir og er yfirskrift sýningarinnar hangandi skúlptúr í skóstærð. Þetta er fjölbreytt sýning á yfir 40 verkum í teygjanlegum útgáfum á skóstærðum og ekki sjálfgefið að fjallað sé endilega um skó í verkunum, heldur er frjáls túlkun og sköpunargleði í fyrirrúmi.