1.7.07

Grálist

Grálist - út um allt eins og gráir kettir. Já, hugmyndin um að skapa samsýningarhóp er fædd og eru þar frábært fólk útskrifað úr Myndlistaskólanum á Akureyri og er vant góðri samvinnu. Við sem þekkjum til litanna vitum svo vel að grái tónninn er samsuða allra lita litahringsins og endurspeglar þannig litaflóruna. Og það gerum við! Við erum vön að vinna saman að myndlist og markmiðið er að hópa sig saman í heild, í smærri hópum og sem einstaklingar sem félagar í Grálist og láta að okkur kveða í listalífi framtíðarinnar. Ungir, stoltir og hæfileikaríkir myndlistamenn sem vinna í hina ýmsu miðla myndlistarinnar. Til hamingju Grálist. Okkar fyrsta samsýning verður á vegum Víðáttu601 óstaðbundna galleríinu þeirra Steina og Dísu á Hrafnagili. Þar sameinar Grálist krafta sína á snúrulistsýningu í tengslum við handverkshátíðina á Hrafnagili.