1.7.07

Grálist

Grálist - út um allt eins og gráir kettir. Já, hugmyndin um að skapa samsýningarhóp er fædd og eru þar frábært fólk útskrifað úr Myndlistaskólanum á Akureyri og er vant góðri samvinnu. Við sem þekkjum til litanna vitum svo vel að grái tónninn er samsuða allra lita litahringsins og endurspeglar þannig litaflóruna. Og það gerum við! Við erum vön að vinna saman að myndlist og markmiðið er að hópa sig saman í heild, í smærri hópum og sem einstaklingar sem félagar í Grálist og láta að okkur kveða í listalífi framtíðarinnar. Ungir, stoltir og hæfileikaríkir myndlistamenn sem vinna í hina ýmsu miðla myndlistarinnar. Til hamingju Grálist. Okkar fyrsta samsýning verður á vegum Víðáttu601 óstaðbundna galleríinu þeirra Steina og Dísu á Hrafnagili. Þar sameinar Grálist krafta sína á snúrulistsýningu í tengslum við handverkshátíðina á Hrafnagili.

2 comments:

Björg said...

Hæ sæta :)

Þefaði upp linkinn að blogginu þínu hjá henni Hörpu skörpu og var nú ekki lengi að kíkka inn :)

Gaman að fylgjast með hvað þú ert að bralla og sýnist mér þú vera nú með fullar hendur af allskonar skemmtilegheitum í gangi!

Knús á línuna....

kv. Björg Leós í DK

HarpaHall said...

Halló busy skvísa...gaman að finna bloggið þitt í gestabókinni minni ;O) hlýnaði um hjartarætur hehe en langar voðalega mikið að hitta þig skvís, alltof langt síðan síðast ;) Kannski dreg ég karlinn í rómó helgarferð norður í haust og kíkjum þá á ykkur ;)
Hilsen norður....