22.6.16

dagrunmatt.wordpress.com

dagrunmatt.wordpress.com 

Information About Dagrún Matthíasdóttir in English, contact and CV

Upplýsingar um listakonuna á ensku og ferilskrá26.9.14

Akureyrarvaka í Mjólkurbúðinni

Sýningin SkóHattandi er í Mjólkurbúðinni á Akureyrarvöku. Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir, Laufey Margrét Pálsdóttir og Thora Karlsdottir mæta með sýninguna SkóHattandi og sýna skúlptúra sem eru skór og hattar. Gestir sýningar geta komið og mátað hin ýmsu höfuðföt. Sýningin þeirra Kjólandi verður einnig í listagilinu góða við og í Mjólkurbúðinni. Komum og fögnum, mátum, myndum, njótum, leikum og hvaðeina í tilefni Akureyrarvöku. Listagilið verður að sjálfsögðu fullt af skemmtilegum viðburðum.

1.6.14

Kjólandi í Populus Tremula

Laugardaginn 17. maí kl. 14.00 verður opnuð myndlistarsýningin Kjólandi í Populus tremula. Þar leiða saman kjóla sína listakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Þóra Karlsdóttir. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 18. maí frá 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi. ALLIR VELKOMNIR. Myndlistakonurnar fjórar hafa unnið saman í listum áður og eftir að hafa fengið inni í Populus Tremula var ákveðið að viðfangsefni sýningarinnar yrði unnið út frá einu orði. Orðið KJÓLANDI varð fyrir valinu og þær spinna sýninguna út frá því með möguleika rýmisins að leiðarljósi. Þær Brynhildur, Dagrún, Jónborg og Thora vinna á ólíkan hátt í myndlistinni en eru samstíga í bæði hugmyndaferli og í samvinnu í listum. Sýningin KJÓLANDI samanstendur af þrívíðum verkum sem unnin eru í ólík efni og aðferðir með það í huga að sýningargestir geti mátað sig við verkin og gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Um verkin á sýningunni KJÓLANDI: Brynhildur: „ Svífið hvítu álftir. Fljúgið hátt í mínum kjól“. „Hér eru hjörtu sem af hamingju sá“. Dagrún: „Kom fagnandi kjólandi og far dansandi brosandi út lífið“. „Drottningin er kjólandi.“ Thora: „Kjólandi hversu margir sem þér eruð, fyrirgefandi, hylur og skilur hvaða ástand sem er“. Jónborg Sigurðardóttir : „Kjóll er kjóll og ekkert annað, endurvinnslukjóll“.

6.5.14

Gómsætt í Ketilhúsi - Sjónlistamiðstöðinni Akureyri

- „Ekki leika þér að matnum!“ - „En, því ekki? “ Matur er umfjöllunarefni Dagrúnar Matthíasdóttur á sýningunni Gómsætt. Þar vinnur hún með ólík efni og aðferðir og velur það sem hentar viðfangsefninu hverju sinni. Frásögn bregður fyrir í verkum hennar þar sem hún gramsar í matnum og gefur honum hlutverk með túlkun sinni í formum og litum. Á sýningunni reiðir Dagrún fram alls konar rétti úr eldhúsi myndlistarinnar, jafnt hefðbundin málverk sem fjöltæknilega bragðarefi. Þannig fá gestir sýningarinnar vatn í munninn um leið og hugtökin tilraunaeldhús og heimabakstur eignast nýja merkingu. „Ég vinn með liti, áferð, form og mynstur og skapa ólíka stemningu í samtali mínu við matinn. En um leið leyfi ég mér að nálgast leikinn í sjálfri mér“. –D.M.
Um sýninguna Gómsætt á vef Listasafnsins á Akureyri: http://www.listak.is/is/syningar/lidnar-syningar/2014/dagrun-matthiasdottir-gomsaett - ?Ekki leika þér að matnum!? - ?En, því ekki? ? Matur er umfjöllunarefni Dagrúnar Matthíasdóttur á sýningunni Gómsætt. Þar vinnur hún með ólík efni og aðferðir og velur það sem hentar viðfangsefninu hverju sinni. Frásögn bregður fyrir í verkum hennar þar sem hún gramsar í matnum og gefur honum hlutverk með túlkun sinni í formum og litum. Á sýningunni reiðir Dagrún fram alls konar rétti úr eldhúsi myndlistarinnar, jafnt hefðbundin málverk sem fjöltæknilega bragðarefi. Þannig fá gestir sýningarinnar vatn í munninn um leið og hugtökin tilraunaeldhús og heimabakstur eignast nýja merkingu. ?Ég vinn með liti, áferð, form og mynstur og skapa ólíka stemningu í samtali mínu við matinn. En um leið leyfi ég mér að nálgast leikinn í sjálfri mér?. ?D.M. Hugleiðing Sagt er að þú sért það sem þú borðar. Reynist sú kenning rétt hafa Íslendingar lengst af verið algjörir sauðir og þar sem við sporðrennum sjávarfangi hljótum við einnig að vera dálítið eins og fiskar á þurru landi, þorskhausar með kindaskrokka, svo ekki sé minnst á samruna við plöntur og aðrar dýrategundir. Dagrún Matthíasdóttir (f. 1971) sér hversu frek mannskepnan er til matar, enda elskum við ekki síður að éta lömbin en að dásama hversu falleg og góð þau eru. Á sýningunni Gómsætt reiðir Dagrún fram alls konar rétti úr eldhúsi myndlistarinnar, jafnt hefðbundin málverk sem sjónræna bragðarefi, þannig að við fáum vatn í munninn um leið og hugtökin tilraunaeldhús og heimabakstur fá alveg nýja merkingu. Við þurfum að horfast í augu við sambandið á milli kjafts og glyrna, því hvenær étur maður mann og hvenær ekki? Kristnir menn leggja sér reglulega Jesú til munns og við tölum um augnakonfekt og fúlsum við mat sem lítur illa út. Í því sambandi má minnast þess að vesturlandabúar henda stórum hluta matarframleiðslu sinnar og samkvæmt Alþjóða matvælastofnunni þjást 842 milljónir af næringarskorti. Leikum okkur ekki að matnum nema í myndlíkingum. Kyngjum honum! "Don't play with your food!" "But, why not?" Food is Dagrún Matthíasdóttir's main topic in the exhibition Delicious. She uses various materials and methods, carefully selecting what fits the topic each time. One can catch a glimpse of narration in her work where she digs into the food, giving it a role through her interpretation of shapes and colors. Dagrún offers the viewer a great variety of dishes from the kitchen of visual arts, both traditional paintings as well as multidisciplinary ? thereby making the viewer?s mouth water as the concepts of homemade cooking and experimental cuisine are given a completely new meaning. "I work with colors, texture, shapes & patterns and create a different ambience through my dialogue with the food. At the same time I allow myself to approach my playful self". ? D.M.

17.2.14

List á Vestfjörðum

List á Vestfjörðum 2014 kom út síðasta haust. Ég fékk það verkefni að búa til forsíðu fyrir blaðið. Úr varð þetta verk þar sem ég ákvað að gera hóp á fjöllóttan bakgrunn og úr varð að setja fígúrur úr listasögunni í hóp, þar sem þemað er hópar þ.e. listasaga í vestfirsku umhverfi. Í grunni málverksins eru rifrildi úr reyfara, því mér var hugsað til skálda, síðan eru þarna persónur skapaðar af meisturum listasögunnar sem ég vona að megi skilja sem holdgervinga vestfirskra listamanna og/eða hóp meistara! Fígúrur fengnar að láni: Pablo Picasso - úr verkinu Friður, Frida Kahlo - sjálfsmynd á landamærum Mexico og Bandaríkjanna, Réne Magritte- úr verkinu Leyndardómur sjóndeildarhrings, Edgar Degas- úr verkinu Dansmeyjarnar, Goya - úr verkinu Útför sardínunnar, Jessie Oonark - úr verkinu Angagok Conjuring Birds.

Almanak 2014 Art.365.is

Mér bauðst þátttaka í gerð almanaks ásamt 364 öðrum listamönnum og hönnuðum og sló ég til og sendi Kjúklingasúpuna mína. Hverjum listamanni var úthlutað einni síðu, einum degi, í almanakinu þar sem að verk hans er til sýnis. Verkin eru prentuð á vandaðan endurunnin pappír í stærðinni 28x33.5 cm. List í 365 daga má líkja við listviðburð sem að stendur allan ársins hring, þar sem að hægt er að njóta þess að hafa daglega nýtt listaverk fyrir augum. Markmiðið er að sýna þá miklu grósku og gerjun sem á sér stað í skapandi greinum hér á landi. List í 365 daga er óhefðbundin og einstök leið til þess að njóta þess besta sem að íslenskt listalíf hefur upp á að bjóða.

Luciano Benetton og verkefnið Imago Mundi

Síðasta haust tók ég þátt í verkefni á vegum Luciano Benetton, formanni Fondazione Benetton Studi e Ricerche (Menningar og rannsóknarsjóður Benetton) í Treviso og eigandi Benetton vörumerkisins. Markmið verkefnisins er að safna saman 144 listaverkum frá hverju landi sem saman mynda „heimsmynd“ eða Imago Mundisem er latneska heiti verkefnisins.Verkin munu verða sýnd í tengslum við Feneyjartvíæringin í tvo mánuði, frá ágúst 2013 en þáttöku Íslands í sýningunni hefur verið frestað en vonumst við til að vera með í næsta skipti.Sýningarstaður er Fondazione Querini Stampalia (www.querinistampalia.it). Einnig munu verkin verða sýnd á öðrum sýningum og/eða kynningum. Allir þátttakendur fengu afhendan striga 12x10 cm til að vinna verk á og hélt ég áfram með Global Warming verkefni mitt síðan í Ungverjalandi og sendi eina slíka mynd til þátttöku.

HVÍTT í Mjólkurbúðinni

Jólasýning 2013 bar yfirskriftina HVÍTT. Þáttakendur voru: Mireya Samper, Jónborg Sigurðardóttir, Laufey M. Pálsdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Thora Karlsdóttir, Anna Gunnarsdóttir, Guðrún Vaka og ég Dagrún Matthíasdóttir. Listaverkin voru fjölbreytt, akrylmálver, olíumálverk,málverk unnin með blandaðri tækni skúlptúrar, leir og ljóð. Konur í hvítu skemmtu sér eins og drottningum sæmir við uppsetninguna, dönsuðu og nutu matar og héldu litlu jólin í Mjólkurbúðinni. Sýningin kom vel út yfir hvíta jólahátíðina.

Fossaganga í Listasafninu á Ísafirði

Unnur Óttarsdóttir og Dagrún Matthíasdóttir sýndu fossamálverk og frömdu gjörninginn Fossagöngu laugardaginn 5.október í Listasafninu á Ísafirði og næsta nágrenni. Málverkin voru tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið var gengið með þau um götur Ísafjarðar. Farið var með Fossagönguna frá Gamla sjúkrahúsinu yfir í það nýja og var myndlistin færð til fólksins sem ekki átti heimangengt á opnun hinu megin götu. Grunnskólabörn á Ísafirði fengu leiðsögn um sýninguna og einnig var sérstaklega haldin húslestur um fossa á Listasafni Ísafjarðar, í tengslum við sýninguna. Það voru frábærar móttökur á Ísafirði, starfsfólk Gamla sjúkrahússins og sjálfboðaliðar í fossagöngu létu ekki sitt eftir liggja og eiga bestu þakkir skilið. Hugmyndin á bakvið Fossagöngu: Vatnið, mannsandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið verður í fossafylkingu um Ísafjörð.

Art Camp og sýning í Ungverjalandi

Í byrjun Ágúst fór ég til Ungverjalands í svokallaðar vinnubúðir listamanna á vegum Block Art Assotiation í Búdapest, í hálfan máðnuð. Vinnuaðstaða var sett upp í litla bænum Nagykáta í gamalli skólabyggingu Erdöszölö. Þar voru listamenn frá ólíkum löndum og var ég eini íslendingurinn og var mér vel tekið. Ég fékk nafnbótina dóttir Matthíasar - Mátyás lánya og var titluð prinsessa að auki. Að lokinni vinnudvöl var sett upp stór samsýning i Mamü gallery í Búdapest. Þar voru ræðuhöld og fagnaður og fékk ég íslenska Mátyás lánya sérstaka kynningu og ég hneygði mig að sjálfsögðu fyrir þessu góða fólki. Á myndunum eru verkin sem ég kalla GLOBAL WARMING. Ég leyfði mér að verða fyrir áhrifum hita og umhverfis þar úti og byrjaði ég á að ná litum umhverfisins í Erdösölö en það var steikjandi hiti, 39°í skugga allan tíman og suðrænir tónar í umhverfinu. Síðar bættust við litir frá íslensku köldu umhverfi og enduðu saman í fullunnum olíuverkum.
_

Fossaganga á Mærudögum - Húsavík

Við listakonurnar Unnur Óttarsdóttir og Dagrún Matthíasdóttir fórum með sýninguna FOSSAGANGA til Húsavíkur á Mærudögum, í júlí 2013. Við settum upp sýningu í gömlu verbúðunum og það var líf og fjör á Húsavík. Við upphengingu á föstudagskvöldi láðist okkur að taka með rétta nagla, því við höfðum ekki hugmynd um að þar væru þykkir og vel harðir steinveggir.Góð vinkona Halla Stefánsdóttir búsett á Akureyri en er frá Húsavík fór í leiðangur. Hún gekk í gömlu götuna sína og bankaði upp á hjá gömlu góðu grönnum sínum úr barnæsku og þeir söfnuðu saman stálnöglum af öllum stærðum og gerðum. Voru sumir meira að segja teknir úr veggjum fyrir okkur listakonurnar. Það er dásamlegt og hjálpsamt fólk á Húsavík. Fossagangan gekk vel og fengum við lof í lófa meðal hátíðargesta.

13.3.13

Rautt og dömur í rauðu í Mjólkurbúðinni

Listakonurnar Dagún Matthíasdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Laufey Margrét Pálsdóttir, Inga Björk Harðardóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Anna Gunnarsdóttir settu upp sýninguna Rautt með viðhöfn í Mjólkurbúðinni. Allar komu í rauðum sparikjólum, í rauðu hátíðarskapi, drukku rauðbleikan drykk, rautt hangiket, rauðbleikt salat fyir jólin 2012. Þær hengdu upp árlega jóla og áramótasýningu Mjólkurbúðarinnar og héldu einskonar litlu jól í því tilefni. Ljósmyndarinn Benni Vals tók myndir af listakonunum við borðhaldið.

21.11.12

málað í sparikjólum

Listakonurnar ég, Brynhildur og Jonna vorum með málverkagjörning í listagilinu á afmælishátíðinni. Þar máluðum við sameiginlega málverk úti í fólksmegðinni, allar klæddar gömlum sparikjólum. Málverkið ber myndefni sem hæfir afmæli og þeim anda sem átti sér stað í gilinu þann daginn.

Samsýningar í Listagilinu 2012

Mikið var um að vera í Listagilinu þetta sumarið. Sýningin Fossgangan hófst í Mjólkurbúðinni, rataði niður í Hof og var þar til sýnis þar til á Akureyrarvöku og 150 ára afmælishátíð Akureyrarbæjar en þá kom Fossgangan aftur í Mjólkurbúðina og sprangaði um bæinn. Fossinn Dynjandi var þátttakandi í því verkefni og einnig mitt framlag í stóru samsýningunni Hér þar og allstaðar. Dýfurnar voru í Sundlaug Akureyrar og voru teikningar mínar til sýnis þar.

Myndlistasýningar í Noregi

Á eyjunni Aukra í Milda galleri, rétt utan við Molde opnuðum ég, Gunn og Helen samsýningu í maí 2012. Það var margt fólk á opnun og mikil gleði. Daginn eftir opnuðum við aðra samsýningu í Walstad Gard í Isfjorden og voru móttökurnar þar líka vonum framar. Síðan fékk ég að nota vinnuaðstöðuna á grafíkverkstæðinu í Grötta og vann þar skemmtileg þrykk með frjálslegum aðferðum. Í haust var sett upp wc-samsýning í Grötta og þar hangir verk eftir mig líka.