17.2.14

Art Camp og sýning í Ungverjalandi

Í byrjun Ágúst fór ég til Ungverjalands í svokallaðar vinnubúðir listamanna á vegum Block Art Assotiation í Búdapest, í hálfan máðnuð. Vinnuaðstaða var sett upp í litla bænum Nagykáta í gamalli skólabyggingu Erdöszölö. Þar voru listamenn frá ólíkum löndum og var ég eini íslendingurinn og var mér vel tekið. Ég fékk nafnbótina dóttir Matthíasar - Mátyás lánya og var titluð prinsessa að auki. Að lokinni vinnudvöl var sett upp stór samsýning i Mamü gallery í Búdapest. Þar voru ræðuhöld og fagnaður og fékk ég íslenska Mátyás lánya sérstaka kynningu og ég hneygði mig að sjálfsögðu fyrir þessu góða fólki. Á myndunum eru verkin sem ég kalla GLOBAL WARMING. Ég leyfði mér að verða fyrir áhrifum hita og umhverfis þar úti og byrjaði ég á að ná litum umhverfisins í Erdösölö en það var steikjandi hiti, 39°í skugga allan tíman og suðrænir tónar í umhverfinu. Síðar bættust við litir frá íslensku köldu umhverfi og enduðu saman í fullunnum olíuverkum.
_

No comments: