17.2.14

List á Vestfjörðum

List á Vestfjörðum 2014 kom út síðasta haust. Ég fékk það verkefni að búa til forsíðu fyrir blaðið. Úr varð þetta verk þar sem ég ákvað að gera hóp á fjöllóttan bakgrunn og úr varð að setja fígúrur úr listasögunni í hóp, þar sem þemað er hópar þ.e. listasaga í vestfirsku umhverfi. Í grunni málverksins eru rifrildi úr reyfara, því mér var hugsað til skálda, síðan eru þarna persónur skapaðar af meisturum listasögunnar sem ég vona að megi skilja sem holdgervinga vestfirskra listamanna og/eða hóp meistara! Fígúrur fengnar að láni: Pablo Picasso - úr verkinu Friður, Frida Kahlo - sjálfsmynd á landamærum Mexico og Bandaríkjanna, Réne Magritte- úr verkinu Leyndardómur sjóndeildarhrings, Edgar Degas- úr verkinu Dansmeyjarnar, Goya - úr verkinu Útför sardínunnar, Jessie Oonark - úr verkinu Angagok Conjuring Birds.

No comments: