17.2.14

Luciano Benetton og verkefnið Imago Mundi

Síðasta haust tók ég þátt í verkefni á vegum Luciano Benetton, formanni Fondazione Benetton Studi e Ricerche (Menningar og rannsóknarsjóður Benetton) í Treviso og eigandi Benetton vörumerkisins. Markmið verkefnisins er að safna saman 144 listaverkum frá hverju landi sem saman mynda „heimsmynd“ eða Imago Mundisem er latneska heiti verkefnisins.Verkin munu verða sýnd í tengslum við Feneyjartvíæringin í tvo mánuði, frá ágúst 2013 en þáttöku Íslands í sýningunni hefur verið frestað en vonumst við til að vera með í næsta skipti.Sýningarstaður er Fondazione Querini Stampalia (www.querinistampalia.it). Einnig munu verkin verða sýnd á öðrum sýningum og/eða kynningum. Allir þátttakendur fengu afhendan striga 12x10 cm til að vinna verk á og hélt ég áfram með Global Warming verkefni mitt síðan í Ungverjalandi og sendi eina slíka mynd til þátttöku.

No comments: