29.7.06

Útskriftarverkið í heild

HVAÐ ER TRÉ ÞÉR? Ég fór á stúfana og tók viðtöl við fólk á aldrinum 6-80 ára og tók upp það sem þau höfðu að segja um merkingu trés í sínum huga og hvaða þýðingu tré hafi fyrir þeim. Hljóðverkið eru frásgnir þeirra. Ég málaði líka tvær samstæðar olíumyndir og færði texta úr upptökunum í málverk. Svo var innsetning þar sem ég kom tré fyrir á mitt gólf og varpaði skugga þess á vegginn og laufgaði skuggan með orðunum úr frásögnunum eða merkingu trés. Saman myndaði þetta heild þar sem áhorfandinn gat hlustað á frásagnirnar og virt fyrir sér tréð, lesið textan og skoðað málverkin í einni heild og upplifað merkingu trés í eigin huga og gerst þannig þátttakandi í verkinu.

No comments: