21.6.09

Gyðjan Freyja

NÚTÍMA FREYJA -MÓÐIR-KONA-MEYJA er titill Freyjumyndarinnar í Landsbankanum á Ráðhústorgi hér á Akureyri í tengslum við samsýninguna FREYJUMYNDIR. Þetta er samsýning 27 listamanna þar sem hver fyrir sig túlkar gyðjuna Freyju í listaverki, finna gyðjunni stað og setja verkin upp í kringum sumarsólstöður. Nútíma Freyja er gyðjan sem boðar ást og frjósemi eins og til forna. Hún er nútímakonan sem tók þátt í búsáhaldabyltingunni og vill sjá meiri ást í samfélaginu, stjórnkerfinu og efnahagskerfi landsins, og umfram allt uppræta spillingu og sjá allt samfélagið dafna á ný. Freyjumyndir er hluti af viðburðaröðinni Vitið þér enn, eða hvað? Viðburðirnir eru á vegum Mardallar - félags um menningararf kvenna. Sýningarstjóri Freyjumynda er Guðrún Pálína Guðmundsdóttir og hefur hún notið aðstoðar Hrefnu Harðardóttur. Valgerður H. Bjarnadóttir er upphafsmaður viðburðaraðanna á vegum Mardallar og skipuleggjandi fjölþjóðlegrar ráðstefnu sumarið 2010 en þar með lýkur viðburðaröðinni. Sunna Valgerðardóttir sá um uppsetningu bæklings sem má nálgast hér: http://www.freyjumyndir.blog.is/users/9f/freyjumyndir/files/freyja_baeklingur.pdf

No comments: