
Grálist með smálist er næsta samsýning Grálistar opnar laugardaginn 8. desember kl.14-17 í DaLí Gallery, Brekkugötu 9 á Akureyri. Þar mun Grálistahópurinn sýna smálistagjörning á myndbandi og smá listaverk sem öll eru undir 20x20 cm. Sýningin verður opin alla föstudaga og laugardaga kl.14-17 fram að jólum.