12.8.08

GRÁLIST - engin smá list

Grálist engin smá list - er yfirskrift samsýningar Grálistahópsins í Deiglunni 16. ágúst kl. 14.
14 meðlimir í Grálist sýna verk sem mælast öll meter eða meir, sem er sameiginlegi útgangspunkturinn í verkunum, sem er í raun mótvægi við sýningu hópsins Grálist með smálist í desember 2007. þá var unnið var út frá
því að ekkert verk væri stærra en 20 cm.

Mitt framlag er verkið HÆ HÓ JIBBÍ JEI. Ísbjörninn góði sem rak á fjörur um þjóðhátíð okkar Íslendinga og tröllreið fjölmiðlum landsins, tók yfir forsíður blaða og olli miklu fjaðrafoki í þjóðfélaginu. Átti að drepa hann? Máttu blaðaljósmyndarar mynda hann? Var hann bara grænmetisæta? Áttum við að bjóða honum að borða okkur? Átti að senda hann í dýragarð í Danmörku? Var þetta nýbúi? Bangsi var felldur og líka sá næsti, en engu að síður sáust spor um allt land og hvítabirnir sáust víða bæði í vöku og draumi þetta sumarið.

Samsýningin GRÁLIST engin smá list inniheldur verk eftir listamennina Stein Kristjánsson, Karen Dúu Kristjánsdóttir, Guðrúnu Vöku, Dögg Stefánsdóttur, Sveinbjörgu Ásgeirsdóttur, Ingu Björk Harðardóttur, Herthu Richardt, Margeir Dire Sigurðsson, Sigurlín M. Grétarsdóttur, Kristínu Guðmundsdóttur, Unni Óttarsdóttur, Steinunni Ástu Eiríksdóttur, Ásu Ólafsdóttur og Dagrúnu Matthíasdóttur