2.4.09

MATARLIST - Food Art in Startart

Sýningin Matarlist opnar í Startart á Laugarvegi 12 b í Reykjavík 4. apríl kl.15. Þar sýni ég olíumálverk af mat sem hefur verið mér hugleikið myndefni upp á síðkastið. Málverkin eru máluð striga og mdf plötur, bæði 2008 og 2009. Verkin sem máluð voru á síðasta ári eru 90x90 cm og þau nýju sem eru rétt að þorna eru 40X40 cm. Ég hef yndi af því að elda og er alltaf mál að mála. Að vinna með mat í myndlist hefur verið mér hugleikið undanfarið og er ég hér að mála þann mat sem hefur dúkkað upp á borð hjá mér. Í raun er tíðarandin svolítið back to the basic eða sá að hefðbundinn íslenskur matur er mun oftar í matinn og ratar þess vegna í málverkin mín. Maturinn er bara svo fallegur, formin og litirnir heilla mig svo ekki sé minnst á bragðið!
Hér má sjá umfjöllun um sýninguna ásamt öðru á Landpóstinum: http://landpostur.is/news/daliur_blomstra_i_borginni/