21.11.12

málað í sparikjólum

Listakonurnar ég, Brynhildur og Jonna vorum með málverkagjörning í listagilinu á afmælishátíðinni. Þar máluðum við sameiginlega málverk úti í fólksmegðinni, allar klæddar gömlum sparikjólum. Málverkið ber myndefni sem hæfir afmæli og þeim anda sem átti sér stað í gilinu þann daginn.

Samsýningar í Listagilinu 2012

Mikið var um að vera í Listagilinu þetta sumarið. Sýningin Fossgangan hófst í Mjólkurbúðinni, rataði niður í Hof og var þar til sýnis þar til á Akureyrarvöku og 150 ára afmælishátíð Akureyrarbæjar en þá kom Fossgangan aftur í Mjólkurbúðina og sprangaði um bæinn. Fossinn Dynjandi var þátttakandi í því verkefni og einnig mitt framlag í stóru samsýningunni Hér þar og allstaðar. Dýfurnar voru í Sundlaug Akureyrar og voru teikningar mínar til sýnis þar.

Myndlistasýningar í Noregi

Á eyjunni Aukra í Milda galleri, rétt utan við Molde opnuðum ég, Gunn og Helen samsýningu í maí 2012. Það var margt fólk á opnun og mikil gleði. Daginn eftir opnuðum við aðra samsýningu í Walstad Gard í Isfjorden og voru móttökurnar þar líka vonum framar. Síðan fékk ég að nota vinnuaðstöðuna á grafíkverkstæðinu í Grötta og vann þar skemmtileg þrykk með frjálslegum aðferðum. Í haust var sett upp wc-samsýning í Grötta og þar hangir verk eftir mig líka.