6.5.11

Fjöllótt í Mjólkurbúðinni Listagili


Sýningin Fjöllótt opnar á morgun laugardaginn 7.maí í Mjólkurbúðinni á Akureyri. Þar sýni ég olíumálverk og vatnslitaskissur þar sem ég er að fást við fjöll sem myndefni. Viðfangsefnið eru litafletir fjalla sem koma undan snjónum svo myndefnið er oft örlítið dröfnótt, skjótt, flekkótt eða bara fjöllótt eins og titill sýningarinnar. Sýningin stendur til 22.maí og eru allir velkomnir að kíkja við í Mjólkurbúðinni. Opið lau-sun kl. 14-17.

2.5.11

Mjólkurbúðin Listagili

Mjólkurbúðin í listagilinu, Kaupvangsstræti á Akureyri er nýtt sýningarrými sem er í minni umsjá. Mjólkurbúðin er staðsett undir Listasafni Akureyrar og opnaði formlega 12. mars með sýningu Mireyu Samper og Ástu Guðmundsdóttur, Í sjávarmáli. Heimasíða er í vinnslu en þangað til má alltaf fylgjast með á síðu Myndlistafélagsins www.mynd.blog.is en þar eru settar inn tilkynningar um sýningar á svæðinu og annað efni tengt myndlist.
Þeir myndlistamenn sem hafa áhuga á að sýna í Mjólkurbúðinni geta haft samband í dagrunm@snerpa.is.