17.11.10

Myndlistarfélagið í Hofi



Kynning Myndlistarfélagsins stendur yfir í Hofi menningarhúsi Akureyrar. Á kynningunni eru verk rúmlega 60 myndlistamanna sem endurspegla fjölbreytileika myndlistar á Akureyri. Í dag eru félagsmenn orðnir um 90 talsins og fer þeim fjölgandi.
Öllum félögum var boðið að taka þátt í kynningunni og fengu myndlistamenn sendan bókbandspappír í stærðinni 20x20 cm til þess að vinna myndverk og hengja upp í rýminu Leyningi í Hofi. Húsið var opnað með pompi og prakt og þar á meðal þessi ágæta kynning sem stendur út nóvember. Gerður var bæklingur sem kynnir starfssemi félagsins og inniheldur líka stutt ágrip af myndlistarsögu Akureyrar.Félagsmenn Myndlistarfélagsins eru einnig allir upptaldir.
Mitt framlag á bókbandspappaspjaldið er portret af Meyju minni, Dagmeyju Björk.

Menningarhúsið HOF: http://www.menningarhus.is/