17.11.10

Myndlistarfélagið í Hofi



Kynning Myndlistarfélagsins stendur yfir í Hofi menningarhúsi Akureyrar. Á kynningunni eru verk rúmlega 60 myndlistamanna sem endurspegla fjölbreytileika myndlistar á Akureyri. Í dag eru félagsmenn orðnir um 90 talsins og fer þeim fjölgandi.
Öllum félögum var boðið að taka þátt í kynningunni og fengu myndlistamenn sendan bókbandspappír í stærðinni 20x20 cm til þess að vinna myndverk og hengja upp í rýminu Leyningi í Hofi. Húsið var opnað með pompi og prakt og þar á meðal þessi ágæta kynning sem stendur út nóvember. Gerður var bæklingur sem kynnir starfssemi félagsins og inniheldur líka stutt ágrip af myndlistarsögu Akureyrar.Félagsmenn Myndlistarfélagsins eru einnig allir upptaldir.
Mitt framlag á bókbandspappaspjaldið er portret af Meyju minni, Dagmeyju Björk.

Menningarhúsið HOF: http://www.menningarhus.is/

30.6.10

Grálist í Boxinu

Grálist verður með samsýningu í sal Myndlistafélagsins, Boxinu, 3.-25. júlí. Þetta er samsýning 10 myndlistamanna í Grálist sem sýna allir ný verk á sýningunni. Opnunin er laugardaginn 3. júlí kl.14-17 og allir velkomnir.
Opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17.
www.gralist.wordpress.com

Heimur hafsins

Og ekkert slor! Nokkrar myndir eru til sýnis í fiskbúðinni Heimi hafsins. Þær hafa verið þar í vetur og veitt fisksalanum síkáta ómælda ánægju. Þar má sjá olíumálverk af harðfiski, gotu og fiskisúpu. Myndirnar verða áfram um óákveðinn tíma í Heimi hafsins og er ég mjög stolt yfir því að fá að sýna olíumálverk í fiskbúð. Hér má sjá úrvalið hjá fisksalanum á netinu: http://heimurhafsins.blog.is/blog/heimurhafsins/