


,,Lífið er saltfiskur”! Mér hefur alltaf þótt þetta snilldarfrasi. Allt frá því ég las bækurnar hans pabba um teiknimyndafígúruna Siggu Viggu og skildi hvorki frasann um saltfiskinn né pólitíska þráðinn í sögunum. En þótti drepfyndið að lífið gæti verið saltfiskur! Síðar á unglingsárunum vann ég í saltfiski inni á Langeyri við Álftafjörð og kynntist af eigin raun bæði saltfiskinum og striti vinnunnar í svuntu og stígvélum frá 66°norður.
Ekki nóg með að saltfiskur sé góður á bragðið og ég eigi góðar minningar um vinnu í saltfisk , þá er form sólþurrkaða saltfisksins myndrænt séð mjög flott. Frasinn ,,Lífið er saltfiskur” poppast alltaf upp öðru hvoru í umræðunni og finnst mér því tilvalið að nota form saltfisksins í myndsköpun svona rétt eftir neyslubrjálæði jólahátíðinnar á Veggverk og flytja það af einum vegg á annan yfir í DaLí Gallery og taka þar á móti skemmtilegu fólki 19. janúar kl.17.
Viðtal í 24stundum á bls.33 hér:
http://mbl.is/bladidnet/2008-01/2008-01-18.pdf
Ekki nóg með að saltfiskur sé góður á bragðið og ég eigi góðar minningar um vinnu í saltfisk , þá er form sólþurrkaða saltfisksins myndrænt séð mjög flott. Frasinn ,,Lífið er saltfiskur” poppast alltaf upp öðru hvoru í umræðunni og finnst mér því tilvalið að nota form saltfisksins í myndsköpun svona rétt eftir neyslubrjálæði jólahátíðinnar á Veggverk og flytja það af einum vegg á annan yfir í DaLí Gallery og taka þar á móti skemmtilegu fólki 19. janúar kl.17.
Viðtal í 24stundum á bls.33 hér:
http://mbl.is/bladidnet/2008-01/2008-01-18.pdf
umfjallanir: http://veggverk.org/Site/Dagr%C3%BAn_Matth%C3%ADasd%C3%B3ttir.html#6
http://veggverk.org/Site/Dagr%C3%BAn_Matth%C3%ADasd%C3%B3ttir.html#5