
Gestaboð Búffu verður á Dýrafjarðardögum í sláturhúsinu við Odda á þingeyri helgina 4.-6 júlí. Gestaboð Búffu verður formlega opnað á föstudagskvöldinu kl.22 að lokinni setningu Dýrafjarðardaga og útgáfutónleikum í Þingeyrarkirkju. Sláturhúsið og Gestaboð Búffu verður opið laugardag og sunnudag kl. 14-18.
Eru allir gestir sem streyma til Þingeyrar, víkingar, íbúar, nágrannar, ættinjar, óætt-ingjar, staðfuglar, farfuglar, innlendir sem erlendir boðnir og velkomnir að líta við.

