9.8.07

Sýningar hjá Grálist


Þá er stóra samsýning Grálistahópsins að bresta á. Við erum að setja upp snúrusýninguna á vegum Víðáttu601 á Hrafnagilshátíðinni sem sett verður á morgun klukkan 10. Á vegum grálistar eru þessir 11 aðilar; Þorsteinn Gíslason, Steinn Kristjánsson, Sigurlín M. Grétarsdóttir, Linda Björk Óladóttir, Inga Björk Harðardóttir, Margeir Dire Sigurðsson, Unnur Ottósdóttir, Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Steinunn Ásta Eiríksdóttir, Guðrún Vaka og Dagrún Matthíasdóttir. Við erum öll að fást við eitthvað þjóðlegt sem hengt er á gamaldags snúrur. Það er FRÁBÆRT hvað Grálistar eru duglegir þessa dagana því fleiri sýningar eru í gangi hjá hópnum. Kristín Guðmundsdóttir er að opna einkasýningu á Kaffi Von í Reykjavík næsta sunnudag, það er samsýning í Deiglunni á Akureyri hjá Ingu Björk Harðardóttur, Sveinbjörgu Ásgeirsdóttur, Unni Ottósdóttur, Aðalbjörgu Kristjánsdóttur og Charlottu Þorgils. Dagrún Matthíasdóttir (ég) er á Kaffi Karólínu og Steinunn Ásta Eiríksdóttir er með myndverk á Veggverk við Drottningarbrautina.
Þar sem gárungarnir í Grálistahópnum kalla mig grámömmu þá verð ég nú að lauma því að , að ég er einstaklega stolt móðir. Flott frammistaða og næst á dagskrá er að virkja bloggið okkar. Ég hlakka til.

No comments: