23.2.12

Uppáhalds og Pottar

Í mars sýndi ég svo sýninguna Potta í Mjólkurbúðinni en þar lék ég mér að pottforminu, notaði klippimyndir og blandaða tækni. Olíumálverk og akrylmálverk af pottum og innihaldi þeirra. Myndlistarfélagið opnaði samsýningu félagsmanna laugardaginn 28. janúar kl. 14.00. Heiti sýningarinnar Uppáhald er til marks um að félagsmenn sýna uppáhaldsverkið sitt eftir sjálfa sig.

Þá var haldið upp á fjögurra ára starfsemi Myndlistarfélagsins auk þess að starfsmaður Inga Björk var boðin velkomin til starfa hjá félaginu. Sýningarstjóri var Joris Rademaker.

Uppáhaldsverkið sem ég valdi er lítið portrait olíumálverk af dóttur minni Dagmeyju Björk sem var sérstaklega gerð fyrir fyrsta verkefnið sem ég tók að mér ásamt fleirum fyrir Myndlistarfélagið, sem var opnunarsýningu Myndlistarfélagsins í Hofi Menningarhúsi. Sú sýning tókst mjög vel og var góð kynning á hagsmunafélaginu okkar. Því varð uppáhaldsverki mitt og uppáhaldsstelpan mín kjörið verk á sýninguna Uppáhalds.

No comments: