1.6.14

Kjólandi í Populus Tremula

Laugardaginn 17. maí kl. 14.00 verður opnuð myndlistarsýningin Kjólandi í Populus tremula. Þar leiða saman kjóla sína listakonurnar Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Þóra Karlsdóttir. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 18. maí frá 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi. ALLIR VELKOMNIR. Myndlistakonurnar fjórar hafa unnið saman í listum áður og eftir að hafa fengið inni í Populus Tremula var ákveðið að viðfangsefni sýningarinnar yrði unnið út frá einu orði. Orðið KJÓLANDI varð fyrir valinu og þær spinna sýninguna út frá því með möguleika rýmisins að leiðarljósi. Þær Brynhildur, Dagrún, Jónborg og Thora vinna á ólíkan hátt í myndlistinni en eru samstíga í bæði hugmyndaferli og í samvinnu í listum. Sýningin KJÓLANDI samanstendur af þrívíðum verkum sem unnin eru í ólík efni og aðferðir með það í huga að sýningargestir geti mátað sig við verkin og gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn. Um verkin á sýningunni KJÓLANDI: Brynhildur: „ Svífið hvítu álftir. Fljúgið hátt í mínum kjól“. „Hér eru hjörtu sem af hamingju sá“. Dagrún: „Kom fagnandi kjólandi og far dansandi brosandi út lífið“. „Drottningin er kjólandi.“ Thora: „Kjólandi hversu margir sem þér eruð, fyrirgefandi, hylur og skilur hvaða ástand sem er“. Jónborg Sigurðardóttir : „Kjóll er kjóll og ekkert annað, endurvinnslukjóll“.

No comments: