17.2.14

Almanak 2014 Art.365.is

Mér bauðst þátttaka í gerð almanaks ásamt 364 öðrum listamönnum og hönnuðum og sló ég til og sendi Kjúklingasúpuna mína. Hverjum listamanni var úthlutað einni síðu, einum degi, í almanakinu þar sem að verk hans er til sýnis. Verkin eru prentuð á vandaðan endurunnin pappír í stærðinni 28x33.5 cm. List í 365 daga má líkja við listviðburð sem að stendur allan ársins hring, þar sem að hægt er að njóta þess að hafa daglega nýtt listaverk fyrir augum. Markmiðið er að sýna þá miklu grósku og gerjun sem á sér stað í skapandi greinum hér á landi. List í 365 daga er óhefðbundin og einstök leið til þess að njóta þess besta sem að íslenskt listalíf hefur upp á að bjóða.

No comments: