17.2.14

Fossaganga í Listasafninu á Ísafirði

Unnur Óttarsdóttir og Dagrún Matthíasdóttir sýndu fossamálverk og frömdu gjörninginn Fossagöngu laugardaginn 5.október í Listasafninu á Ísafirði og næsta nágrenni. Málverkin voru tímabundið færð út fyrir sýningarrýmið var gengið með þau um götur Ísafjarðar. Farið var með Fossagönguna frá Gamla sjúkrahúsinu yfir í það nýja og var myndlistin færð til fólksins sem ekki átti heimangengt á opnun hinu megin götu. Grunnskólabörn á Ísafirði fengu leiðsögn um sýninguna og einnig var sérstaklega haldin húslestur um fossa á Listasafni Ísafjarðar, í tengslum við sýninguna. Það voru frábærar móttökur á Ísafirði, starfsfólk Gamla sjúkrahússins og sjálfboðaliðar í fossagöngu létu ekki sitt eftir liggja og eiga bestu þakkir skilið. Hugmyndin á bakvið Fossagöngu: Vatnið, mannsandinn og tjáning manna á meðal fossar áfram, stíflast eða höktir. Virkjun fossa á Íslandi hefur verið mótmælt síðastliðin ár. Í stað mótmælagöngu er sýningin Fossaganga meðmælaganga og óður til fossa og náttúrunnar almennt þar sem gengið verður í fossafylkingu um Ísafjörð.

No comments: